Umhverfisgjald

18. fundur
Fimmtudaginn 21. október 1993, kl. 11:13:24 (491)


[11:13]
     Steingrímur Hermannsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Eins og ég sagði áðan þá hef ég haft mínar efasemdir um mengunargjaldið og óttast að þeir sem efni hafa á fari fram hjá. Þetta er eiginlega reikningsdæmi. Borgar sig að menga og borga mengunargjaldið eða taka til hendi og hreinsa og losna við mengunargjaldið? Ég hef ekki enn þá séð nógu sannfærandi útreikning á þessu eða skoðanir á þessu. En ég tel sjálfsagt ef mengunargjald verður lagt á þá verði það notað til umhverfismála. Ég er fylgjandi því að slíkt gjald verði notað til að hreinsa upp.