Dýravernd

18. fundur
Fimmtudaginn 21. október 1993, kl. 12:38:46 (505)


[12:38]
     Ólafur Þ. Þórðarson (andsvar) :
    Herra forseti. Það sem ég vildi undirstrika varðandi hreindýrin er að samkvæmt því sem ég hef lesið um þau mál þá flokkast íslensku hreindýrin ekki undir það að vera villt dýr. Þau hegða sér ekki á sama hátt og hreindýrastofn sem aldrei hefur lotið aga frá manninum. Íslenski hreindýrastofninn er tekinn úr hjörðum dýra sem um langan tíma höfðu verið í umsjá mannsins. Þess vegna finnst mér að þau eigi heima innan þess lagaramma sem hér er verið að tala um.