Matvæli

18. fundur
Fimmtudaginn 21. október 1993, kl. 15:14:32 (539)


[15:14]
     Ingibjörg Pálmadóttir :
    Virðulegi forseti. Bara eitt atriði í viðbót. Ég vona að þessi leyfi verði ekki svo ströng að þessi iðnaður verði útilokaður. Ég er viss um að það eru ekki mörg heimili á Íslandi sem eru ekki svo vel búin að það sé ekki óhætt að borða matvæli frá þeim. Það er heilbrigðisfulltrúi í öllum sveitarfélögum þannig að það ætti að vera alveg nóg að heilbrigðisfulltrúi liti yfir svæðið, það þyrftu ekki að koma til einhverjar sérstakar kröfur langt umfram það sem allur almenningur getur greitt fyrir.