Fordæmisgildi dóms um innflutning á skinku

24. fundur
Miðvikudaginn 27. október 1993, kl. 13:42:28 (696)


[13:42]
     Steingrímur J. Sigfússon :
    Herra forseti. Ég þakka hæstv. fjmrh. fyrir svörin. Þau eru alveg skýr. Það er mat fjmrh. að dómurinn hafi ótvírætt fordæmisgildi gagnvart því máli sem ég spurði um. Þá liggur það mál ljóst fyrir. Það er að vísu rétt að það brot sem þar var framið heyrir sem slíkt ekki undir fjmrh. heldur landsdóm og það er okkur alþingismönnum kunnugt.
    Varðandi aðgerðir af hálfu hæstv. ríkisstjórnar í framhaldi af þessari dómsniðurstöðu þá var ég meira að leita eftir viðbrögðum gagnvart því hvort til stæði að koma meðferð á yfirstjórn tollgæslumála á Keflavíkurflugvelli þannig fyrir í stjórnkerfinu að tryggt væri að þar væri farið að lögum.
    Um gögnin vakti ég eingöngu athygli á því að dómurinn fellst á mótmæli stefndu sem eru fjmrh. og landbrh., en í þeirra kröfum kemur beint fram að þeir mótmæla því sérstaklega að stefnandi, Hagkaup, skuli leggja fram þessar greinargerðir frá utanrrn.