Vegalög

24. fundur
Miðvikudaginn 27. október 1993, kl. 15:28:10 (730)


[15:28]
     Jóna Valgerður Kristjánsdóttir (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég hef engan veginn verið að reyna að snúa út úr fyrir hæstv. samgrh. Mér var einmitt kunnugt um þessa ferð sem hann fór og get upplýst það að ég hef reyndar sjálf ekki farið þessa heiði, það hlýtur að vera mjög gaman að fara Kollafjarðarheiði úr því hann vill fara hana aftur. En það sem ég er að leggja áherslu á út frá þessu frv. er að þarna stendur að ferjur skuli ekki reknar nema í þrjú ár. Ég tel að það geti ekki verið endanlegt vegna þess að það geti þurft að gera það lengur og ekki hvað síst í sambandi við veg eins og í Djúpinu. Ég hugsa að ef þingmenn sem hér sitja inni, sem eru raunar allmargir, færu þennan veg jafnoft og ég hef t.d. gert og margir aðrir þá mundu þeir vera mér sammála.