Vegalög

24. fundur
Miðvikudaginn 27. október 1993, kl. 15:35:12 (735)


[15:35]
     Jón Helgason :
    Hæstv. forseti. Ég vil þakka hæstv. samgrh. fyrir undirtektir hans við það að einnig verði litið á girðingarlög og þau endurskoðuð.
    Ég vil aðeins benda á eitt atriði sem undirstrikar það að á því er þörf. Í 11. gr. girðingarlaga segir m.a., með leyfi hæstv. forseta:
    ,,Nú myndast langar girðingartraðir með vegi, og er þá hlutaðeigandi bændum skylt að gæta þess eftir föngum, að búfénaður þeirra sleppi ekki inn á veginn.``
    En 56. gr. þessa frv. hljóðar þannig, með leyfi hæstv. forseta:
    ,,Lausaganga búfjár á vegsvæðum stofnvega og tengivega þar sem girt er báðum megin vegar er bönnuð. Vegagerðinni er heimilt að fjarlægja búfé af lokuðum vegsvæðum á kostnað eigenda.``
    Það væri að sjálfsögðu algerlega útilokað að afgreiða lög sem þannig væru ósamhljóða öðrum lögum sem fyrir eru án þess að þeim sé breytt og þau færð til samræmis. Reyndar er það nú svo að í 56. gr. má segja að hún sé eiginlega opin í báða enda því það virðist vera að þessar girðingartraðir þurfi ekki að vera lokaðar til þess að þetta eigi þar

við. Ég held að það sé náttúrlega augljóst að það þurfi að vera.