Eftirlaunaréttindi launafólks

25. fundur
Fimmtudaginn 28. október 1993, kl. 11:59:50 (755)


[11:59]
     Árni M. Mathiesen (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Það kom fram í framsöguræðu hv. þm. Guðna Ágústssonar að hann væri hógvær maður og afar hógvær í málflutningi og af hógværð sinni þá bar hann það auðvitað undir formann Framsfl. hvort hann mætti flytja þetta frv. En hv. þm. Guðni Ágústsson er íbúi á einu þéttbýlasta svæði landsins þar sem oft í daglegu tali er kallað Árborgarsvæði og það má því með réttu telja hv. þm. Guðna Ágústsson borgarbúa. ( Gripið fram í: Árborgarbúa.)