Eftirlaunaréttindi launafólks

25. fundur
Fimmtudaginn 28. október 1993, kl. 12:00:39 (756)


[12:00]
     Páll Pétursson (andsvar) :
    Frú forseti. Ég vil nú ekki halda því fram að hægt sé að kalla íbúa þessa svokallaða Árborgarsvæðis eða Selfoss sérstaka borgarbúa og hv. þm. Guðni Ágústsson er þingmaður fyrir víðlent dreifbýliskjördæmi og gegnir því starfi af mikilli prýði.
    Okkur er öllum kunnugt að hv. þm. Guðni Ágústsson er hógvær maður og siðvandur. Það er ekki einasta að hann hafi borið þetta frv. undir mig heldur sagði hann frá hugmyndum sínum í þingflokki framsóknarmanna, ekki bara mér heldur öllum þingmönnum flokksins sem sæti eiga í þingflokknum og um þetta mál varð talsverð umræða í þingflokknum. Síðan hélt hann áfram að vinna að máli sínu og hann fékk heimild þingflokksins, ekki bara mína heimild, til að leggja það fram. Ég tók það fram að ég hefði stutt það að hv. þm. fengi þetta leyfi.