Tekjuskattur og eignarskattur

25. fundur
Fimmtudaginn 28. október 1993, kl. 12:18:38 (760)

[12:18]
     Jóhannes Geir Sigurgeirsson :
    Virðulegur forseti. Ég vil í örstuttu máli lýsa stuðningi mínum við efnisþætti þessa frv. um leið og ég lýsi yfir þeirri von minni að það fái meiri athygli í efh.- og viðskn. í vetur heldur en það fékk á síðasta vetri. En eins og hv. flm. nefndi þá kom frv. fram og fór í raun aldrei lengra þar heldur en að vera sent út til umsagnar. En því miður þá virðist það vera svo að sumir umsagnaraðilar hafa ekki skilið frv. því það þarf að herða eilítið á því í vetur.
    Virðulegi forseti. Ég hef ekki fleiri orð um þetta mál, ég hef tækifæri til að fjalla um það í nefnd

og mun fyrir mitt leyti stuðla að því að það geti fengið þar eðlilegan og skjótan framgang.