Kostir þess að gera landið að einu kjördæmi

25. fundur
Fimmtudaginn 28. október 1993, kl. 13:45:21 (778)

[13:45]
     Jóhann Ársælsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Það var nú misvægi atkvæðanna sem var grundvöllurinn fyrir því að menn tóku þetta mál upp og ég var einfaldlega að spyrja að því að ef fulltrúar einstakra flokka missa fulltrúa sína á landsbyggðinni hvort það megi ekki líta á það álíka augum eins og menn eru að tala um að það sé óréttlæti hér í þéttbýlinu að fólk fái ekki nógu marga fulltrúa miðað við þingstyrk.
    Síðan vil ég segja um það sem þingmaðurinn sagði áðan um að það fari ekki eftir fjölda þingmanna með skilvirknina, hvers vegna í ósköpunum eru þá Reykjavíkurþingmenn að sækjast eftir því að þeim verði fjölgað? Þeir eru 18 nú þegar. Til hvers ættu þeir svo sem að vera fleiri ef þeir skila betra verki eftir því sem þeir eru færri? Það er ekki á þessum nótum sem hægt er að ræða þessi mál. Ég hefði viljað að

það væri ekki farið út í útúrsnúninga. Ég held að þetta mál sé alvarlegra en svo.