Kostir þess að gera landið að einu kjördæmi

25. fundur
Fimmtudaginn 28. október 1993, kl. 13:46:17 (779)


[13:46]
     Björn Bjarnason (andsvar) :
    Frú forseti. Ég tel nú að hv. fyrirspyrjandi hafi verið með útúrsnúning í þessu máli því að það verður að nota almennar reglur þegar menn ræða um þetta mál. Það er ekki unnt að rökstyðja það með nokkrum hætti að það sé eðlilegt að misvægi atkvæða sé með þeim hætti sem nú er og það er hljómgrunnur fyrir því í öllum flokkum að úr þessu misvægi verði dregið, hvarvetna hér í öllum flokkum á þinginu. Og það eru allir menn, held ég, sem líta á þetta af réttsýni sannfærðir um að það sé til þess að skapa betri aðstæður í stjórnmálalífi í landinu að úr þessu misvægi verði dregið og það hverfi helst alveg úr sögunni.