Kostir þess að gera landið að einu kjördæmi

25. fundur
Fimmtudaginn 28. október 1993, kl. 13:48:59 (782)


[13:48]
     Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Í mínum huga hafa leiðir og markmið alltaf þurft að fara saman. Það tvennt getur ekki farið í ólíkar áttir. Og ef landsfundur Sjálfstfl. getur alls ekki tekið á því hvaða leiðir eigi að fara að þessu markmiði þá þýðir það bara að það er einhver lítil og lokuð forusta í Sjálfstfl. sem ætlar að ákveða það fyrir þennan breiða fjölda hvaða leið eigi að fara. Á sama tíma tala menn um að það eigi að auka vald og vægi kjósenda. Ég sé ekki annað en að það sé alveg hrópleg þversögn í þessu tvennu.