Kostir þess að gera landið að einu kjördæmi

25. fundur
Fimmtudaginn 28. október 1993, kl. 13:50:17 (784)

[13:50]
     Flm. (Jóhannes Geir Sigurgeirsson) :
    Virðulegur forseti. Það flaug um huga minn ein setning eftir að leið á ræðu hv. 3. þm. Reykv., og hún var: ,,Vér einir vitum``. Ég verð eiginlega með hliðsjón af ræðu hv. þm. að biðjast afsökunar á því að hafa flutt hér tillögu sem eins og hv. þm. sagði með eilitlum vandlætingartón: ,,er ekki í samræmi við landsfundarályktun Sjálfstfl.``. Það er nú einu sinni svo að þó að mönnum finnist það sjálfsagt að landsfundur Sjálfstfl. leggi undir sig Morgunblaðið þá er Alþingi Íslendinga ekki skyldugt til að haga tillögugerð sinni í samræmi við landsfundarsamþykktir Sjálfstfl.
    Ég vil síðan ítreka þá spurningu, sem hefur komið fram áður: Hver er stefna Sjálfstfl. í málinu? (Gripið fram í.) Að lokum vil ég harma það að hv. 3. þm. Reykv. kaus að reyna að koma þessu máli inn á flokkspólitískt plan sem það ekki er. Ég tók það fram í minni framsögu að skoðanir í þessu máli, eðli máls samkvæmt hlytu að ganga þvert á alla stjórnmálaflokka.