Kostir þess að gera landið að einu kjördæmi

25. fundur
Fimmtudaginn 28. október 1993, kl. 14:43:55 (806)


[14:43]
     Umhverfisráðherra (Össur Skarphéðinsson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Í fyrri ræðu minni fagnaði ég því sem tímamótum að landsbyggðarþingmenn komi nú til fylgis við hugmyndir um að breyta kosningakerfinu. Ég lít svo á að yfirlýsing hv. þm. Jóns Kristjánssonar um að þetta kerfi sem við búum við núna sé ekkert heilagt, feli í sér yfirlýsingu um það að hann sé reiðubúinn til að koma til samstarfs við þá sem vilja leita sátta um að breyta kerfinu og draga úr því ójafnvægi sem í því felst í dag. Því auðvitað fagna ég.