Kostir þess að gera landið að einu kjördæmi

25. fundur
Fimmtudaginn 28. október 1993, kl. 15:03:57 (817)


[15:03]
     Anna Ólafsdóttir Björnsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég heyri að hv. þm. hefur þegar komið auga á lausn sem er ekki alveg eins róttæk eins og að gera landið allt að einu kjördæmi og það er einfaldlega að hafa kvennalistakonur með á fundum þingmanna í þeim kjördæmum þar sem þær ekki eiga fulltrúa. Og ég vona að sjálfsögðu að hv. þm. hafi forgöngu um það að þetta verði gert og það sem allra víðast.