Kostir þess að gera landið að einu kjördæmi

25. fundur
Fimmtudaginn 28. október 1993, kl. 15:58:14 (834)


[15:58]
     Jóhann Ársælsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég vil segja það að ég er ekki andstæðingur síðasta ræðumanns í þessu máli. Ég tel að núverandi kosningakerfi sé út af fyrir sig vel viðunandi. En ég tel að við þurfum að standa frammi fyrir þessum kröfum og við þurfum að svara því hvernig við viljum hafa kerfið ef ekki verður sátt um að hafa það eins og það er núna. Og það er á þeim grundvelli sem menn eru að ræða þessi mál í raun og veru. Ég gæti alveg hugsað mér að taka þátt í þeim leiðangri með hv. síðasta ræðumanni að reyna að koma þjóðinni til skilnings um það að hún ætti að una við þetta kerfi. En ég er svolítið vonlítill fyrir fram um að sú barátta mundi leiða til sigurs.