Kostir þess að gera landið að einu kjördæmi

25. fundur
Fimmtudaginn 28. október 1993, kl. 16:31:56 (846)


[16:31]
     Flm. (Jóhannes Geir Sigurgeirsson) (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þm. fyrir góða ræðu. Ekki geri ég kröfu til þess að menn séu sammála mér. Það er eðli stjórnmála að menn takist á á málefnalegum grundvelli. En ég ætla að spyrja hv. þm. að einni spurningu og hún er sú: Studdi þingmaðurinn það í áliti landsfundar Sjálfstfl. varðandi kjördæmamálið að jafna skyldi að fullu milli flokka? Þetta er einföld spurning og ég leita eftir svari þingmannsins við henni.