Kostir þess að gera landið að einu kjördæmi

25. fundur
Fimmtudaginn 28. október 1993, kl. 16:32:36 (847)


[16:32]
     Pálmi Jónsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég get glatt hv. 6. þm. Norðurl. e. með því að ég studdi þá yfirlýsingu sem gerð var af hálfu landsfundar Sjálfstfl. Þar er talað um nauðsyn þess að jafna kosningarréttinn. Ég tel að það sé rétt og það verði eigi komið við breytingum á kosningalögunum án þess að það verði gert. Hitt er annað mál hvort það verður einhvern tímann jafnað að fullu. Ég tel að menn geri of mikið úr því atriði að það sé einhver nauðsyn að jafna eitthvað alveg að fullu á milli einstakra kjördæma, milli einstakra landshluta, jafnvel á milli flokka ef kerfið að öðru leyti er gott. ( JGS: Spurningin var milli flokka.)