Kostir þess að gera landið að einu kjördæmi

25. fundur
Fimmtudaginn 28. október 1993, kl. 16:53:27 (857)


[16:53]
     Flm. (Jóhannes Geir Sigurgeirsson) (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Þessi niðurlagsorð hv. þm. sögðu held ég miklu meira um þingmanninn sjálfan heldur en þann sem hér stendur.
    Ég hef ekkert legið á því í umræðu um þessi mál hver staða mín sem þingmanns er í dag. Ég hefði væntanlega tekið það með í mína framsögu ef ég hefði haft tíma til þess. Það er alveg rétt að ég nýt þess sem ég tel vera forréttinda að vera eini þingmaðurinn sem ég veit um í þingsögu Alþingis Íslendinga sem situr í þingsæti sem ekki er lengur til. En ég lít þannig á að það veiti mér þau forréttindi að geta að nokkru leyti litið á mig sem gest hér inni í þingsölum og tali ekki endilega út frá hagsmunum atvinnustjórnmálamannanna sem ætli sér helst að gerast hér ævilangir augnakarlar. Ég sé margt annað í framtíðinni heldur en þingmennsku þannig að persónulega er hvorki himinn né jörð að farast þó ég sæti ekki hér á Alþingi nema þetta eina kjörtímabil.