Kostir þess að gera landið að einu kjördæmi

25. fundur
Fimmtudaginn 28. október 1993, kl. 17:33:37 (867)


[17:33]
     Árni M. Mathiesen (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Ég get ekki annað en fagnað því að hv. 1. flm. skuli taka undir þá skoðun mína að það beri að skoða málið í heild og þá séu fleiri kostir skoðaðir en bara sá sem nefndur er í tillögunni.
    Ég verð að harma það að þrátt fyrir það að hann láti þingsæti sem ekki er lengur til og hógværð sína verða sér að fótakefli í þessu efni og hafi ekki flutt tillögu um það að kjördæmamálið væri skoðað í heild sinni því að þá hefðum við væntanlega komist hjá þeim deilum sem hér risu fyrr í dag og ég hefði komið upp og hrósað honum fyrir hugprýðissakir eins og Ólafur Þ. Þórðarson telur að enn þá finnist í Framsfl. Annars tel ég að umræðurnar hér í dag hafi verið afar merkilegar, ekki bara þessi umræða hér heldur fyrr í dag líka. Og hvað það varðar sem kom fram hjá einum hv. þm. Framsfl. að Framsfl. væri að breytast, þá er það alveg ljóst á ræðum þeirra hv. þm. Páls Péturssonar og Ólafs Þ. Þórðarsonar að það er ekki nema hluti Framsfl. sem er að breytast.