Kostir þess að gera landið að einu kjördæmi

25. fundur
Fimmtudaginn 28. október 1993, kl. 17:36:33 (870)


[17:36]
     Flm. (Jóhannes Geir Sigurgeirsson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Það er að mínu mati auðséð hvaða galli er á þessu. Þarna væri verið að tala um tvískiptingu þingmanna þar sem annar hlutinn væri kjörinn heima í kjördæmum og ætti þá eðli máls samkvæmt, annars væru menn ekki að fara þessa leið, að sinna frekar þeim svæðum. Það gefur þá auga leið

að ef menn vilja viðhalda þessu tvískipta hlutverki þingmannanna á þennan hátt, þá væri það afar óæskilegt að kjördæmakjörnu þingmennirnir kæmu að miklu meiri hluta úr til að mynda tveimur stjórnmálaflokkum, en landslistamennirnir úr hinum. Ég held að þetta liggi alveg í augum uppi því að menn væru ekki með þessa tvískiptingu nema þeir meintu eitthvað með því og teldu að það ætti að vera munur á hlutverki þessara þingmanna.