Kostir þess að gera landið að einu kjördæmi

25. fundur
Fimmtudaginn 28. október 1993, kl. 17:40:18 (875)


[17:40]
     Flm. (Jóhannes Geir Sigurgeirsson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Þegar ég tala um jöfnuð á milli flokka, þá tala ég um það út frá þeim forsendum sem hér eru í dag og vissulega á nákvæmlega það sama við um þá reglu sem við búum nú við, að í síðustu kosningum hafa verið hér framboð sem ekki hafa komið manni á þing þannig að þar er í raun og veru um enga breytingu að ræða. Hér er eingöngu um að ræða spurningu um reiknireglu en ekki grundvallaratriði.