Kostir þess að gera landið að einu kjördæmi

25. fundur
Fimmtudaginn 28. október 1993, kl. 17:40:53 (876)


[17:40]
     Ólafur Þ. Þórðarson (andsvar) :
    Herra forseti. Það liggur alveg ljóst fyrir að samkvæmt núverandi kerfi eru það fyrst og fremst stóru kjördæmin, þau stærstu, sem eiga mikla möguleika á fjölgun þingflokka. Og auðvitað yrði fjöldi þingflokkanna sem byði fram miklu meiri ef landið væri eitt kjördæmi. Þess vegna gengur það ekki upp annars vegar að hafa gólf og hins vegar að hafa jöfnun á milli flokkanna. Þessu er mjög auðvelt að komast að bara með því að kynna sér þær staðreyndir sem liggja fyrir um þær niðurstöður sem vitað er. En málið snýst ekki um hvort það eigi að verða eitt kjördæmi, heldur hvort eigi að kanna það þannig að ég ætla ekki að ræða það frekar.