Kostir þess að gera landið að einu kjördæmi

25. fundur
Fimmtudaginn 28. október 1993, kl. 17:53:54 (882)


[17:53]
     Umhverfisráðherra (Össur Skarphéðinsson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Af því að hv. þm. hefur áhyggjur af líðan minni, þá vil ég nú fara með þau orð sem standa í þeirri bók sem ég gaukaði hér að honum áðan, ,,Mitt ok er létt.`` Ég vildi hins vegar gjarnan að hv. þm. svaraði því sem ég varpaði til hans. Hann sagði að núverandi kosningafyrirkomulag svipti menn héraðsvitund, það væri búið að skipta landinu upp, tók sérstaklega til Norðurlöndin sem nú væru orðin tvö og hefði verið annar uppi er þeir ortu fyrr á öldum um fegurð landsins. Getur hann tekið undir það að með því að gera landið að einu kjördæmi, þá væri í rauninni búið að skapa möguleika til þess að vekja aftur upp héraðsvitundina sem núverandi fyrirkomulag hefur útrýmt?