Húsaleigulög

28. fundur
Þriðjudaginn 02. nóvember 1993, kl. 15:46:05 (967)


[15:46]
     Geir H. Haarde (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Það er eilítið sérkennilegt að nánast kvarta undan því að hv. stjórnarþingmenn séu að blanda sér í umræðurnar þegar sérstaklega hefur verið farið fram á það af öðrum þingmanni að sá sem hér stendur taki þátt í þessum umræðum og ég frábið mér slíkan málflutning. Það verður líka að hafa það, hv. þm., þó að við tveir séum ekki sammála í þessum málum. Hins vegar legg ég það auðvitað í vald forseta alveg eins og síðasti ræðumaður, hvernig farið verður með þá beiðni sem hér hefur verið lögð fram af hans hálfu um að fresta umræðunni. Ég mun ekki gera neina athugasemd hver svo sem úrskurður forseta verður, en ég tel óeðlilegt að bera fram kröfu um nærveru ráðherra vegna spurninga um málefni sem ekki eru í því frv. sem hér er til umræðu, þegar ráðherra málsins er hér sjálfur staddur.