Húsaleigulög

28. fundur
Þriðjudaginn 02. nóvember 1993, kl. 15:49:02 (969)


[15:49]
     Jón Kristjánsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég vil fyrst taka það fram varðandi frv. sem hér er til umræðu að það eru jákvæðar undirtektir við það af hálfu okkar stjórnarandstæðinga eins og hv. formaður þingflokks Sjálfstfl. kom að. Hins vegar er þetta mál um húsaleigubæturnar nátengt framgangi þess máls og er ekkert óeðlilegt að það sé upplýst við þessa umræðu. En það hefur verið upplýst að það sé ekkert samkomulag í stjórnarliðinu um þetta mál og hv. formaður þingflokks Sjálfstfl. segir að menn verði bara að una við það að niðurstaða fáist ekki. (Gripið fram í.) Fólk á bara ekkert að una við ríkisstjórn sem nær ekki niðurstöðu í

hverju málinu eftir öðru og ekki neinu máli, það á ekkert að una við það. Sú ríkisstjórn á auðvitað að fara frá.