Vegalög

29. fundur
Miðvikudaginn 03. nóvember 1993, kl. 14:16:06 (1023)


[14:16]
     Guðni Ágústsson (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Það kann að vera að ég hafi ofmælt hvað þetta varðar. En það sem ég átti við er að ég hef gert mér grein fyrir því að í hópi alþingismanna er brennandi áhugi fyrir því að reiðvegir verði lagðir og að því verði staðið með öðrum hætti. En lengra erum við þó ekki komnir en það að við sjáum hér frv. koma frá meiri hluta alþingismanna sem nú ráða hér ferðinni þar sem þessi mál eru áfram hornreka og það var nákvæmlega við það sem ég átti í mínu máli, að meiri hluti alþingismanna ber nú ekki meiri virðingu eða hefur meiri áhuga fyrir þessum málaflokki en svo að þeir hafa sætt sig við það þing eftir þing að þeirra samgrh. leggi hér fram frv. þar sem þessi málaflokkur er enn á einskis manns landi.