Vandi skipasmíðaiðnaðarins

29. fundur
Miðvikudaginn 03. nóvember 1993, kl. 15:05:04 (1047)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Eins og áður hafði verið tilkynnt hefst nú utandagskrárumræða að beiðni hv. 3. þm. Vesturl., Jóhanns Ársælssonar, um vanda skipasmíðaiðnaðarins. Þessi utandagskrárumræða fer fram samkvæmt 2. mgr. 50. gr. þingskapalaga. Það hefur orðið samkomulag um að tímamörk verði með þeim hætti að málshefjandi og ráðherra hafa 10 mín. í fyrri umferð og 5 mín. í þeirri síðari. Aðrir þingmenn og ráðherrar hafa allt að 5 mín. til umráða. Gert er ráð fyrir að umræðan standi yfir í liðlega klukkustund.