Tilkynning um utandagskrárumræðu

30. fundur
Fimmtudaginn 04. nóvember 1993, kl. 10:30:10 (1060)

[10:30]
     Forseti (Guðrún Helgadóttir) :
    Áður en gengið er til dagskrár vill forseti tilkynna að áformað er að fram fari utandagskrárumræða á þessum fundi um kl. 3 síðdegis. Umræðan fer fram að beiðni hv. 18. þm. Reykv., Kristínar Ástgeirsdóttur, um skýrslu Ríkisendurskoðunar um fjármálaleg samskipti framkvæmdastjóra sjónvarpsins við ýmsa opinbera aðila. Umræðan fer fram skv. 2. mgr. 50. gr. þingskapalaga. Samkomulag er þó um milli þingflokka að umræðan standi ekki lengur en í tvær klukkustundir.