Búfjárhald

31. fundur
Þriðjudaginn 09. nóvember 1993, kl. 14:22:09 (1144)

[14:22]
     Ólafur Þ. Þórðarson (andsvar) :
    Herra forseti. Efni þessa frv. liggur alveg ljóst fyrir og það þarf ekki um það að deila. Það er verið að setja stórkostlegar kvaðir á þá aðila sem búa í dreifðustu byggðum þessa lands, kvaðir sem aðrir hafa fengið greiddar af ríkinu. Það er það sem verið er að gera. Og ég skil vel að hv. flm. sé dálítið feiminn við að minnast á sitt tímabil sem samgrh. í þessu sambandi. Það má vera að hann hafi ekki þekkt landið nógu vel þá til að gera sér grein fyrir því að bithagarnir og vegstæðin eru sömu svæðin víðast hvar. ( SJS: Ég þekki landið miklu betur en hv. þingmaður.)