Búfjárhald

31. fundur
Þriðjudaginn 09. nóvember 1993, kl. 14:57:50 (1150)

[14:57]
     Páll Pétursson (andsvar) :
    Frú forseti. Mér er það ljóst að Vegagerðin kemur ekki til með að girða allar stofnbrautir landsins í einu vetfangi, en það er hægt að raða þessum verkefnum í forgangsröð, girða fyrst á hættulegustu stöðunum og vinna sig svo áfram. Á leiðinni frá Reykjavík til Akureyrar eru staðir mishættulegir og það er sjálfsagt að ráðast í þá fyrst sem hættulegastir eru.
    Varðandi þetta með árstímann, hvenær slysin verða, þá er það sjálfsagt rétt að mikið af þeim verður á haustin, en þau eru yfirleitt vegna mjög gáleysislegs aksturs. Þ.e. menn eiga náttúrlega ekki að keyra hraðar en svo að þeir geti stoppað á þriðjungi þeirrar vegalengdar sem bílljósin lýsa upp. Það er hið eðlilega ökulag og ef ekki er um hálku að ræða eða óvænta hálkubletti þá á þeim ekkert að vera að vanbúnaði að stoppa áður en þeir keyra á.