Efnahagsaðgerðir vegna kjarasamninga

33. fundur
Fimmtudaginn 11. nóvember 1993, kl. 12:14:38 (1230)

[12:14]
     Jóhann Ársælsson :
    Virðulegur forseti. Ég ætla nú ekki að lengja umræðuna um þetta mál að öðru leyti en því að það kom fram í ræðu hæstv. sjútvrh. að það gæti verið að eftir að búið væri að fella þetta mál þá flyttu menn það aftur hér í þinginu. Ég óska þess vegna eftir því að hæstv. forseti gefi okkur útskýringu á því með hvaða hætti á að túlka 43. gr. þingskapanna þar sem talað er um felld frumvörp, en þar stendur, með leyfi forseta:
    ,,Lagafrumvarp, er hefur verið fellt, má eigi bera aftur upp á sama þingi.``
    Ég óska útskýringa á því í hvaða tilvikum þetta á við. Ef það er ekki í þessu tilviki, þá hef ég áhuga á að vita hvernig það er útskýrt.