Tilkynning um dagskrá

33. fundur
Fimmtudaginn 11. nóvember 1993, kl. 12:26:16 (1239)

[12:26]

     Ólafur Ragnar Grímsson (um fundarstjórn) :
    Virðulegi forseti. Það má út af fyrir sig leiða að því rök eins og hæstv. ráðherra gerði hér, að vegna þess að það eru ólík efnisatriði í frumvörpunum þá sé óeðlilegt að ræða þau í samfellu.
    Hitt er hins vegar kjarni í málinu að ríkisstjórnin hefur flutt hér frv. um Hæstarétt. Hæstv. ráðherra veit ósköp vel að þar með hafa þingmenn möguleika á því að taka ýmsa aðra þætti sem snerta viðkomandi stofnun hér til umfjöllunar heldur en bara þá sem ráðherrann kaus að vera með í frv. og geta jafnvel flutt brtt. og kynnt þær við 1. umr. Athugasemd mín laut ekki síður að því að óska eftir því að skilið væri á milli hinna málanna tveggja sem hæstv. ráðherra ætlaði að mæla hér fyrir þannig að ráðherrann tæki sérstaklega fyrir málið sem snýr að Hæstarétti.