Tilkynning um dagskrá

33. fundur
Fimmtudaginn 11. nóvember 1993, kl. 12:27:30 (1240)

[12:27]
     Dómsmálaráðherra (Þorsteinn Pálsson) (um fundarstjórn) :
    Frú forseti. Það er rétt að ítreka að öll þessi þrjú frv. um breytingu á lögum um meðferð einkamála, meðferð opinberra mála og Hæstarétt lúta að meðferð áfrýjunar frá héraðsdómi til Hæstaréttar. Breytingarnar sem verið er að gera á hæstaréttarlögunum lúta fyrst og fremst að því að koma þessum breytingum fram. Þau eru þess vegna ein heild um meðferð áfrýjunarmála og þau sem slík verða þess vegna varla sundur slitin í umræðu þó að formi til séu þau borin fram í þremur sjálfstæðum frumvörpum.