Hæstiréttur Íslands

33. fundur
Fimmtudaginn 11. nóvember 1993, kl. 12:36:51 (1243)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Það kom fram ósk frá hæstv. ráðherra um það hvort fresta mætti þessari umræðu og hann mælti fyrir hinum tveimur málunum. Eins og forseti hafði skýrt frá áðan þá getur forseti skv. 63. gr. þingskapa heimilað, ef ósk berst um það frá flutningsmanni eða flutningsmönnum og enginn þingmaður andmælir, að umræður fari fram um tvö eða fleiri dagskrármál í einu, ef þau fjalla um skyld efni o.s.frv. Forseti hafði gert ráð fyrir að svo yrði hagað til um þessa umræðu, en þar sem hér hafa komið fram andmæli gegn því þá verður forseti að fara eftir þessu ákvæði þingskapa. Því verður þessi umræða að fara fram án þess að mælt sé fyrir hinum tveimur málunum. Þetta er alveg skýrt í þingsköpum og því getur forseti ekki orðið við þessari ósk hæstv. ráðherra þar sem andmæli hafa komið frá þingmönnum.