Hæstiréttur Íslands

34. fundur
Fimmtudaginn 11. nóvember 1993, kl. 16:34:14 (1278)

[16:34]
     Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) :
    Herra forseti. Mér gafst ekki tími til áðan í hinu fyrra andsvari að víkja að öðru atriði í ræðu hv. þm. og vil gera það nú. Þingmaðurinn sagði að Kjaradómur væri eingöngu venjuleg stjórnsýslunefnd á vegum ríkisins, ( ÓRG: Ég sagði framkvæmdarvaldsins.) venjuleg stjórnsýslunefnd á vegum framkvæmdarvaldsins. Ég skil þá hv. þm. þannig að framkvæmdarvaldið geti gefið slíkri stjórnsýslunefnd fyrirmæli. Telur hv. þm. virkilega það vera svo að einstakir ráðherrar geti gefið Kjaradómi fyrirmæli eins og venjulegri

stjórnsýslunefnd framkvæmdarvaldsins? Þetta er auðvitað fráleit túlkun og furðulegt að hér sé um að ræða fyrrv. fjmrh. og kennara og fyrrv. prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands að líta svo á að Kjaradómur sé venjuleg stjórnsýslunefnd framkvæmdarvaldsins. Þýðir það að þegar hann var fjmrh., ég vil gjarnan heyra það, hafi hann gefið Kjaradómi fyrirmæli um einstök atriði vegna þess að sú stjórnsýslunefnd hafi heyrt undir hann?