Tilboð ríkisstjórnarinnar í GATT-viðræðunum

35. fundur
Mánudaginn 15. nóvember 1993, kl. 15:10:23 (1293)

[15:10]
     Páll Pétursson :
    Frú forseti. Ég tel að málshefjandi hafi ekki fengið fullnægjandi svör við fyrirspurn sinni. Það kann að vera óþægilegt fyrir hæstv. forsrh. að gefa þau fyrirvaralítið í upphafi þingfundar en ég vil þá óska eftir því að landbúnaðarþáttur GATT-málsins verði ræddur hér á Alþingi utan dagskrár við fyrstu hentugleika og málið jafnframt verði kynnt utanrmn. og rætt þar ítarlega.