Héraðsskólinn í Reykjanesi

36. fundur
Mánudaginn 15. nóvember 1993, kl. 15:40:51 (1311)


[15:40]
     Matthías Bjarnason :
    Hæstv. forseti. Ég er ánægður með þessa niðurstöðu nefndarinnar. Hins vegar fæ ég ekki skilið að það eigi og geti verið stefna menntayfirvalda að þeir nemendur í grunnskólum sem ekki sækja grunnskóla árum saman eigi að stunda nám í sinni heimabyggð. Hér er um alvarlegt vandamál að ræða sem er orðið mjög aðkallandi og ég hygg að enginn staður eða stofnun sé betur að því komin að hefjast handa um það að þeir nemendur sem alast upp án þess að hafa heimili eða svo gott sem, geti stundað nám og leiðist ekki út í eitthvað af því versta sem við er að glíma í okkar þjóðfélagi. Ég held að yfirvöld menntamála megi ekki einblína um of á þetta atriði, þetta á við um eðlileg heimili en ekki hvað þetta snertir.