Rannsókn á afleiðingum atvinnuleysis

36. fundur
Mánudaginn 15. nóvember 1993, kl. 16:41:35 (1341)

[16:41]
     Ingibjörg Pálmadóttir :
    Virðulegi forseti. Mig langar að spyrja hæstv. félmrh., af því að atvinnuleysi er til umræðu, hvort hann hafi ekki skoðað það að bæta bændum sem misst hafa allt að 40--50% af sínum tekjum það tekjutap. Það sjá allir að t.d. sauðfjárbóndi sem hefur misst 50% af tekjum sínum, sem ekki voru of háar fyrir, ætti að fá helming atvinnuleysisbóta, alveg eins og starfsmaður sem er í 50% vinnu en var áður í 100% vinnu, fær 50% atvinnuleysisbætur.