Friðunaraðgerðir á Breiðafirði

36. fundur
Mánudaginn 15. nóvember 1993, kl. 17:21:29 (1362)

[17:21]
     Jóna Valgerður Kristjánsdóttir :
    Virðulegi forseti. Ég hjó eftir því í svari hæstv. ráðherra hér áðan að hann sagði að Hafrannsóknastofnun teldi hugsanlegt að þessar aðgerðir hefðu skilað árangri. En ég vil taka undir nokkuð af því sem hv. þm. Jóhann Ársælsson sagði. Það er 20 ára tilraun sem hér liggur að baki og hvernig stendur á því að Hafrannsóknastofnun getur ekki gefið frekari skýringar á því hvernig þessar tilraunir hafa skilað sér eftir 20 ár? Hverju erum við þá bættari með ýmsar aðrar tilraunir sem verið er að gera í sambandi við skyndilokanir svæða t.d.? Er það skoðað hverju það skilar?