Vegalög

37. fundur
Þriðjudaginn 16. nóvember 1993, kl. 14:01:08 (1385)

     Forseti (Kristín Einarsdóttir) :
    Þingmenn hafa rétt samkvæmt þingsköpum til að bera af sér sakir og þeir verða auðvitað að meta það sjálfir hvort þeir telja það nauðsynlegt. Var hæstv. samgrh. að biðja um orðið til þess að bera af sér sakir eða . . .   ( Samgrh.: Ef forseti metur það svo að það sé ástæða til þess.) Forseti getur ekki metið það fyrir þingmanninn. Þingmaðurinn verður að meta það sjálfur. ( ÓÞÞ: Samgrh. er ekki fleirtala, svo mikið er víst. Það var borið á hann undir það síðasta.)