Hafnalög

37. fundur
Þriðjudaginn 16. nóvember 1993, kl. 14:13:38 (1390)

[14:13]
     Samgönguráðherra (Halldór Blöndal) (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Það er auðvitað rétt að hafnaáætlun hefur ekki verið samþykkt á Alþingi sem er eðlilegt vegna þess að sú hafnaáætlun sem nú liggur fyrir og kunnug er hefur verið lögð fram á hafnaþingi. Ég hygg að sem þskj. miðist hún öðrum þræði við það frv. sem hér liggur fyrir en óhjákvæmilegt er að ákveða lögin áður en hægt er að afgreiða þáltill. Þess vegna hafa ekki staðið efni til þess að samþykkja hafnaáætlun hér á þinginu. Fyrst er að breyta lögunum.