Samkomulag um GATT-samningana

38. fundur
Miðvikudaginn 17. nóvember 1993, kl. 13:44:30 (1470)

[13:44]
     Utanríkisráðherra (Jón Baldvin Hannibalsson) :
    Virðulegi forseti. Eins og hv. alþm. er kunnugt er skammt um liðið frá því að endanlegar niðurstöður fengust og það er ekki fyrr en í gær sem tilboðið var sent með formlegum hætti til höfuðstöðva GATT. Seinasti utanríkismálanefndarfundur var á mánudag. Hefði þess verið óskað þar að ræða það þá hefði að sjálfsögðu verið orðið við því af minni hálfu að gera grein fyrir stöðu málsins en niðurstöðuna var ekki unnt að kynna fyrr en þá. Auk þess er rétt að benda á að tilboðið sjálft, þ.e. sú vinna sem fólgin er í því að leggja fram lista um tollígildi samkvæmt GATT-reglum var unnin í landbrn. og kynning málsins að því er það varðar er auðvitað fyrst og fremst í verkahring þess og eðlilegt að það yrði tekið fyrst fyrir í hv. landbn., ekki satt?