Eftirlit með innfluttu fóðri

38. fundur
Miðvikudaginn 17. nóvember 1993, kl. 13:51:12 (1477)

[13:51]
     Gísli S. Einarsson :
    Virðulegur forseti. Ég sé fyllstu ástæðu til þess að gleðjast yfir viðbrögðum landbrh. því að það er engin spurning að landbúnaður hefur verið áhugamál alþýðuflokksmanna. En við höfum aftur á móti gert athugasemd við það kerfi sem bændur hafa orðið að bera uppi, það þunga kerfi og margslungna sem er þannig vaxið að ef aðili hefur áhuga fyrir að flytja út kjöt, lambakjöt frá Íslandi, þá þarf hann að fara í gegnum fimmfalt, sexfalt kerfi til að fá heimild til að koma því úr landi. Við viljum minnka þetta. Við viljum minnka þetta kerfi sem er til trafala fyrir íslenskan landbúnað og ég get sagt hæstv. landbrh. það að ég starfa í þessari nefnd, landbn., af fullum drengskap og heilindum og mun styðja öll góð mál þar.