Kynning á tillögum um sameiningu sveitarfélaga

38. fundur
Miðvikudaginn 17. nóvember 1993, kl. 13:58:36 (1482)

[13:58]
     Svavar Gestsson :
    Virðulegi forseti. Úr því að hæstv. félmrh. nefnir Jöfnunarsjóðinn þá er það mjög sérkennilegt hvernig hæstv. ráðherra hefur leyft sér að lofa framlögum úr Jöfnunarsjóðnum fram í tímann ef menn allra náðarsamlegast falla fram og samþykkja þær tillögur sem umdæmanefndirnar eru að leggja fyrir. Ég segi alveg eins og er, virðulegi forseti, ég óttast að þessi vinnubrögð verði til þess að spilla fyrir annars góðum málstað. Ég tel það hins vegar skyldu mína og óhjákvæmilegt sem alþingismaður að nota þetta tækifæri til að vekja athygli á því að hér er óeðlilega með peninga farið af hálfu stjórnvalda.