Sameining sveitarfélaga

38. fundur
Miðvikudaginn 17. nóvember 1993, kl. 14:00:03 (1484)

[14:00]
     Ingibjörg Pálmadóttir :
    Virðulegi forseti. Það er orðin mikil spenna vegna kosninganna sem verða um næstu helgi um sameiningu sveitarfélaga. Á fundi í Stapa í gær sem hæstv. félmrh. fór yfir áðan sagði hún, með leyfi forseta:
    ,,Ég hygg að flestir sjái að sameining sveitarfélaga verður ekki stöðvuð. Spurningin er einungis

hvernig hún gerist og hve hratt.`` Því spyr ég: Ef svar kjósenda verður nei, til hvaða bragðs hyggst hæstv. ráðherra taka og til hvers er kosið?