Sameining sveitarfélaga

38. fundur
Miðvikudaginn 17. nóvember 1993, kl. 14:02:01 (1487)

[14:02]
     Félagsmálaráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) :
    Virðulegi forseti. Ég vil vísa frá þessum dylgjum sem fram koma í orðum hv. þm. Það er ekki verið að hóta neinu eða refsa neinum. Það er einungis verið að segja varðandi Jöfnunarsjóð sveitarfélaga að ef verulegar sameiningar verða þá hlýtur Jöfnunarsjóðurinn og viðmiðunin, sem hann tekur mið af, að breytast. Og það er auðvitað eðlileg afleiðing að ef um stórar sameiningar er að ræða að þjónustuframlögin aukist en tekjujöfnunarframlögin dragist saman á móti.