Flutningur verkefna til sýslumannsembættanna

38. fundur
Miðvikudaginn 17. nóvember 1993, kl. 15:13:15 (1505)

[15:13]
     Ólafur Þ. Þórðarson (andsvar) :
    Herra forseti. Þetta snýst nú um frekar einfaldan talnaleik. Það er hægt að láta telja hve margir sýslumenn eru á Íslandi í dag og telja hvað embættin eru mörg. Og það er hægt að láta telja það eftir þær breytingar sem hæstv. dómsmrh. hefur lagt til að verði gerðar hversu mörg embættin eru og hversu sýslumennirnir eru margir. Þetta er nú í reynd framkvæmanlegt með þeirri tækni að nota tær og fingur til þess að leysa þetta og ég hvet hæstv. dómsmrh. til að fara í þær talnakúnstir yfir áramótin ef hann fær vilja sinn í þessum efnum.