Flutningur verkefna til sýslumannsembættanna

38. fundur
Miðvikudaginn 17. nóvember 1993, kl. 15:27:23 (1512)

[15:27]
     Gísli S. Einarsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég reiknaði nú með að hv. þm. hefði skilið það sem ég sagði að það væri ekkert úrslitaatriði hversu margir sýslumenn væru á landinu heldur að þeim þjónustukjörnum, sem veita þjónustu til almennings, fækki ekki heldur verði þeir efldir, en eins og staðan er núna eru sýslumannsembættin eins og þau eru mjög hæf til þess.
    Ég vona að menn skilji þessa afstöðu. Við horfum á málið eins og það er í dag með því að flytja verkefni til sýslumannsembættanna eins og þau eru núna og þeim þjónustukjörnum verði ekki fækkað heldur verði þeir efldir.