Skýrsla um sjúkrahúsmál

39. fundur
Fimmtudaginn 18. nóvember 1993, kl. 10:37:42 (1533)

[10:37]
     Utanríkisráðherra (Jón Baldvin Hannibalsson) :
    Virðulegi forseti. Þótt þetta mál heyri á engan máta undir mig þá vil ég leggja á það áherslu að hér er um embættismannaskýrslu að ræða. Hún hefur ekki verið tekin fyrir í ríkisstjórn. Þetta er með öðrum orðum sérfræðingaálit, ráðgjafarálit sem umræða hefur enn ekki farið fram um og engin afstaða verið til tekin. Ég geri ráð fyrir því að um leið og skýrslan er gerð opinber hafi hún verið send þingmönnum þó ég hafi ekki um það neina vitneskju. En það er enginn tími glataður til að taka málið til umræðu. Það verður að sjálfsögðu tekið til umræðu þegar hæstv. heilbrrh. hefur tekið afstöðu til hennar en málsmeðferðin er í hans höndum. Hvort hún verður lögð fram til kynningar í ríkisstjórn á þessari stundu get ég t.d. ekki sagt um.